30. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 10:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:00
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:15

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 374. mál - lokafjárlög 2014 Kl. 10:18
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu til fundar við nefndina Ingþór Eiríksson og Lúðvík Guðjónsson. Gestirnir kynntu frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2014. Þeir lögðu fram minnisblað dagsett 9. desember 2014 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 304. mál - fjáraukalög 2015 Kl. 10:14
Frumvarp til fjáraukalaga var afgreitt til 3. umræðu með atkvæðum meiri hluta fjárlaganefndar. Hann skipa Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Valgerður Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson, Ásmundur Einar Daðason og Páll Jóhann Pálsson.

Minni hluti fjárlaganefndar sat hjá við atkvæðagreiðsluna en hann skipa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. Minni hlutinn mun leggja fram nefndarálit og breytingartillögur.

3) Önnur mál Kl. 11:05
Ákveðið var að fundur fjárlaganefndar í kvöldverðarhléi yrði opinn fundur.

4) Fundargerð Kl. 11:08
Fundargerðir 27.-29. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:08